Allir boltarnir
Ég hef ekki verið dugleg að blogga undanfarið. Það er ekki af því að mig langar það ekki, það er heldur ekki af því að ég hef ekkert að segja frá, eða deila. Það er ekki af því að kinkið og kynlífið sé staðnað og ég lifi einhverju piparjónku-lífi úti í sveit. Það er alls ekki málið. Málið er að boltarnir eru ansi margir sem ég þarf að halda á lofti þessa daga og vikur. Það er fátt um lausar stundir til að setjast niður í sófann með tölvuna í fanginu og skrifa um allt milli kinks og kynlífs. Þá sjaldan sem þær stundir dúkka upp þá er ég svo andlega orkulaus að hugmyndirnar sem voru ljóslifandi í bílnum á leiðinni heim eru týndar í völundarhúsi hugans. Oft hef ég opnað tölvuna, til að stara á skjáinn í svolitla stund, og lokað henni svo aftur án þess að koma staf niður. Eins og í kvöld! Ég held samt í þá trú að það muni hægjast um og að ég hafi þá tíma og orku til að skrifa eitthvað sjóðheitt og djúsí. Ekki gefast upp á mér, sá dagur mun koma! :)